SKILMÁLAR
Pantanir og afhendingartími:

Kaupandi fær alltaf sendan staðfestingarpóst um kaup sín í netverslun.
Við afgreiðum pantanir sem berast í gegnum vefverslun innan tveggja sólarhringa frá pöntun.

Verð á vöru og sendingarkostnaður:

Öll verð í vefverslun eru með inniföldum 24% vaski en sendingarkostnaður
bætist síðan við áður en greiðsla fer fram.
Við sendum allar vörur með Póstinum. Minni pakka heim að dyrum. Stærri vörur á Pósthúsið.

Sendingarkostnaðurinn er mismunandi eftir því hvort um er að ræða smærri vöru eða stærri.
Þrepin eru fjögur; 850 krónur,  1500 krónur, 1900  eða  2900 krónur,  ef um húsgögn er að ræða, og verður aldrei hærri.

Greiðsluleiðir:

Við tökum við öllum almennum greiðslukortum.
Þú greiðir fyrir vöruna í gegnum örugga greiðslusíðu Borgunar.

Að skipta og skila vöru:

Við tökum alltaf við vörum séu þær enn til sölu hjá okkur og skiptum við viðkomandi, enginn tímatakmörk eru á því.
Varan verður þó að vera í umbúðunum og eins og ný.
Kaupandi þarf að greiða sendingarkostnað til okkar og til baka.
Við endurgreiðum eingöngu ef um gallaða vöru er að ræða.

Gölluð vara:

Sé vara gölluð er viðskiptavinum boðið ný vara í staðinn og greiðum við allan sendingarkostnað sem um ræðir eða endurgreiðum ef þess er sérstaklega óskað.

Upplýsingar um fyrirtækið:

Eftirtekt vefverslun er rekin af Elínu Björgu Ingólfsdóttur útstillingahönnuði, Urðargili 16, Akureyri. Kennitala fyrirtækisins er: 2102633069 og vsk númer: 47625.
Allar vörur sendast frá Akureyri. Í boði er að koma í heimsókn og skoða vörurnar í örlitlu sýningarrými og popup verslun. Fastur opnunartími er einu sinni í viku, á fimmtudögum milli 16 og 18 í Urðargili 16 Akureyri. Ef það hentar ekki hafið þá samband við Elínu.

Trúnaður:

Seljandi heitir kaupanda fullum trúnaði varðandi allar þær upplýsingar sem kaupandi gefur upp í tengslum við viðskiptin. Upplýsingar frá kaupanda verða ekki afhentar þriðja aðila undir neinum kringumstæðum.