Þú notar 4 x AA batterí í ljósið.

Ef ekki vill kveikna á ljósinu,  getur þurft að spenna örlítið upp plötuna sem gefur strauminn í peruna.
Einnig  passa að þegar búið er að setja batteríin í þarf að þrýsta stykkinu með þeim vel niður.
Við munum skoða öll ljós sem fara frá okkur.

Fullkomin þegar fer að skyggja úti og veður er “rólegt”. Gaman að  lýsa upp eða skapa stemningu en við mælum þó ekki með að hafa þau alltaf úti því ef peran brotnar er ljósið ónýtt.
Ljósin henta líka vel til að lýsa svolítið upp innan dyra, hangandi á krók í horninu,  liggjandi á borði eða hangandi á hillu, jafnvel hangandi sem náttborðsljós eða næturljós í barnaherbergi.