léttsteypa /  trefjaleir.
Blandað efni búið til úr cementi, plasti og fleiru og áferðin að utan er eins og steypa.

Gat í botni.
Mælum með að taka inn eða setja í skjól yfir veturinn. Eins getur verið gott á veturna, ef potturinn stendur á steyptu plani, að lyfta honum örlítið upp og setja tréspýtu undir hann að hluta. Þannig rennur vatnið betur frá og minni hætta á að frjósi í pottinum eða hann frjósi fastur við stéttina.
Það er ekki verra að hafa vikur neðst og plastpotta ofan í.