LERKI er handunnið bretti búið til úr íslensku lerki úr Hallormsstaðarskógi, stærsta skógi á Íslandi.
Stærð: lengd 34 cm, breidd 17 cm, þykkt 3,5 cm.
Litla fyrirtækið Reynir Woodcraft er staðsett á Hallormsstað og segja má að eigendurnir komi að öllu ferlina, alveg frá því að fella tré í skóginum þangað til brettin eru tilbúin til sölu. Hvert bretti er einstakt og engin tvö nákvæmlega eins. Brettin eru meðhöndluð með olíu og þola mat.

Það svarbrúna er unnið með ákveðinni japanskri tækni, „Shou Sugi Ban“ brennt, burstað og olíuborið. Þegar brettið er fyrst notað er gott að strjúka yfir það með þurrum klút. Þolir mat.