BIRKI er handunnið bretti búið til úr íslensku birki úr Hallormsstaðarskógi, stærsta skógi á Íslandi.
Stærð: lengd 34 cm, breidd 17 cm, þykkt 3,5 cm
Litla fyrirtækið Reynir Woodcraft er staðsett á Hallormsstað og segja má að eigendurnir komi að öllu ferlina, alveg frá því að fella tré í skóginum þangað til brettin eru fullunnin og tilbúin til sölu.  Hvert bretti er einstakt og engin tvö nákvæmlega eins. Brettin eru meðhöndluð með olíu og þola mat.