Handklæðasett 3 stk. saman í pakka.

Gullfallegt handklæðasett úr steinþvegnum hör og bómullarblöndu sem samanstendur af þvottastykki, handklæði og baðhandklæði

Púffý vöffluvefnaðurinn í handklæðunum eykur ekki aðeins rakdrægni handklæðanna heldur veitir hann húðinni líka mjúka þurrburstun um leið og þú þurrkar þér. Hör hefur örverudrepandi eiginleika frá náttúrunnar hendi. Þeir eiginleika ásamt vöffluvefnaðinum gerir það að verkum að handklæðið þornar hratt sem kemur í veg fyrir myglu, örverur og vonda lykt.

Stærð þvottastykkis: 40×50 cm.
Stærð handklæðis: 50×70 cm.
Stærð baðhandklæðis: 100×140 cm.

  • Framleidd í Evrópu úr 53% hör og 47% bómullarblöndu
  • Steinþvegin til að ná fram hámarks mýkt
  • OEKO-TEX vottað (2019OK0776)

Þvottaleiðbeiningar.

Má þvo bæði í þvottavél og í höndunum í volgu vatni, allt að 40°. Ef notaður er hærri hiti má gera ráð fyrir að teppið hlaupi um allt að 10%.   Bleikið ekki. Ekki er mælt með að nota mýkingarefni.  Má fara í þurrkara en til að ná efninu nokkuð sléttu er gott að láta það í smá stund í þurrkara og hengja  svo upp. Svo er að sjálfsögðu tilvalið að hengja út á snúru þegar veður leyfir og fá í handklæðin góða lykt og spara rafmagnið.